Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja

Meginmarkmið leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín og treysta um leið hag hluthafa og annarra hagaðila.

6. útgáfa - vefútgáfa

leiðbeininganna gildir frá og með 1. júlí 2021.

6. útgáfa - prentútgáfa (PDF)

leiðbeininganna gildir frá og með 1. júlí 2021.

Meiri upplýsingar og fróðleikur

um leiðbeiningarnar og stjórnarhætti fyrirtækja

Upplýsingarit um tilnefningarnefndir

Útgáfuaðilar

Með því að fylgja góðum

stjórnarháttum má styrkja innviði fyrirtækja og efla almennt traust gagnvart

viðskiptalífinu.

Hvað eru leiðbeiningar um góða stjórnarhætti?

Leiðbeiningum um góða stjórnarhætti er ætlað að nýtast sem verkfæri stjórna og stjórnenda til að mæta þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir. Með því að fylgja góðum stjórnarháttum má styrkja innviði fyrirtækja og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu. Hvort tveggja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja fela í sér tilmæli til viðbótar við lög og reglur og „fylgið eða skýrið“ nálgunin gerir það að verkum að þeim fylgir meiri sveigjanleiki en slíku regluverki, enda er erfitt að setja viðmið sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.